UiPath

Evolv er stoltur samstarfsaðili UiPath ásamt því að vera löggiltur endursöluaðili þeirra. Við getum aðstoðað þig við að velja hvaða vörur og þjónusta henta best þínum þörfum. UiPath var valið hraðast vaxandi tæknifyrirtæki í Ameríku árið 2020 og starfa nú um 3.000 starfsmenn í 25 löndum hjá fyrirtækinu. Rúmlega helmingur allra fyrirtækja á Fortune 500 listanum nýta sér þjónustu UiPath og árið 2020 var það valið leiðandi fyrirtæki fyrir RPA lausnir af Gartner. UiPath býður upp á fjölbreytt úrval af lausnum sem allar hafa sameiginlegt markmið að hjálpa fyrirtækjum að auka arðsemi sína með sjálfvirknivæðingu ferla. UiPath svítunni er skipt upp í neðangreinda flokka.

 
 
 

UPPGÖTVA

Uppgötvaðu hvaða ferla hentar best að sjálfvirknivæða með hjálp starfsfólks þíns og þeim tólum sem UiPath býður upp á.
AutomationHub.png

Fáðu hugmyndir frá starfsfólki um ferla sem væri sniðugt að sjálfvirknivæða 

Í Automation Hub getur starfsfólk komið með hugmyndir að ferlum til þess að sjálfvirknivæða, tekið ferlana upp, mælt með hugmyndum frá öðru samstarfsfólki ásamt mörgu öðru.


Nýttu þér gervigreind til þess að hjálpa fyrirtækinu að finna rétta ferla til þess að sjálfvirknivæða

Task mining gengur út á það að taka upp og greina verkefni starfsfólks. Greining á verkefnunum skilar tillögum að þeim ferlum sem eru líklegastir til að hafa hæsta arðsemishutfallið.

TaskCapture.png

Skjalfestu ferla innan fyrirtækisins með einföldum hætti

Task Capture býður starfsmönnum upp á auðvelda leið til þess að skjalfesta ferlana sína. Þetta er góð leið þess að fá hugmyndir um ferla til þess að sjálfvirknivæða en einnig til þess að auka gagnsæi verkefn starfsmanna og viðhalda þekkingu innan fyrirtækis þegar starfsmenn hætta störfum.

ProcessMining.png

Fáðu betri yfirsýn yfir ferla fyrirtækisins

Nýttu þér gögn úr viðskiptakerfum fyrirtækisins til þess að fara í ítarlega ferlagreiningu. Process Mining setur ferlana upp myndrænt sem auðveldar fyrirtækjum að koma auga á óþarfa skref og mögulegar bætingar.


SMÍÐA

Með tólum frá UiPath getur þú smíðað stafrænt vinnuafl sem leysir allt frá stuttum og einföldum verkefnum yfir í langa og flókna ferla, með eða án hjálpar gervigreindar.
Studio.png

Leiðandi hugbúnaður í RPA smíðum

UiPath Studio er notendavænn hugbúnaður sem notaður er við smíði á ferlum sem þjarkar geta unnið. UiPath Studio býður upp góða frávikameðhöndlun og þrjár ólíkar tegundir flæðirita sem hægt er að nota við smíðina á ferlunum sem henta fyrir mismunandi flækjustig. UiPath býður einnig upp á StudioX sem auðveldar starfsfólki með litla forritunarkunnáttu að sjálfvirknivæða einföld ferli.

DocumentUnderstanding.png

Nýttu gervigreind til þess að lesa og skilja skjöl innan fyrirtækisins

Með UiPath Document Understanding geta þjarkarnir lesið og skilið skjöl sem þeir fá í hendurnar. Það gerir þeim kleift að setja af stað verkefni eða taka ákvarðanir út frá innihaldi skjalanna. Dæmi um skjöl geta verið samningar, reikningar, viðskiptapantanir ofl.


STJÓRNA

Hafðu umsjón með þjörkunum og öllum þeim verkefnum sem þeir vinna. 
Orchestratpr.png

Hafðu stjórn og yfirsýn yfir stafræna vinnuaflið á einum miðlægum stað

UiPath Orchestrator er vefforrit sem sér um að skipuleggja, setja af stað, fylgjast með og stjórna þjörkunum og ferlunum sem þeir vinna. UiPath býður upp á snjallsímaforrit þar sem hægt er að skrá sig inn í Orchestrator og framkvæma helstu aðgerðir líkt og í vefforitinu.

AIFabric.png

AI Fabric tengir saman RPA og gervigreind

Með notkun AI Fabric er hægt að hagnýta gervigreind eins og t.d. vélnámslíkön til gera stafræna vinnuaflið klárara. Með því að nýta sér gervigreind þá getur stafræna vinnuaflið leyst mun fleiri og flóknari verkefni.

TestManager.png

Stöðugar prófanir með UiPath Test Manager tryggja aukin gæði

Með UiPath Test Manager er hægt að tryggja gæði stafræna vinnuaflsins með öflugum alhliða prófunum áður en farið er að vinna í raunumhverfi. Skalanleiki stafræna vinnuaflsins eykst til muna þegar vel er staðið að prófunum.

DataService.png

Miðlægur gagnagrunnur sem hjálpar við að geyma og vinna úr gögnum

UiPath Data Service auðveldar þér að geyma, móta og vinna úr gögnum sem hægt er að nálgast hratt og örugglega með miklu gagnaöryggi. Hægt er að nota UiPath Data Service til þess að átta sig betur á öllum þeim upplýsingum sem myndast í gegnum viðskiptaferla fyrirtækis.


KEYRA

Láttu þjarkana keyra þá ferla sem búið er að sjálfvirknivæða.
Robots.png

Vinnuþjörkum er alveg sama þó verkefni þeirra séu tímafrek og leiðinleg

Þjarkarnir framkvæma ferlana sem eru smíðaðir í UiPath Studio. Þjarkarnir geta unnið allan sólarhringinn og þar sem þeir líkja eftir aðgerðum starfsfólks geta þeir unnið með öllum kerfum. Hægt er að skipta þjörkunum í tvo flokka: “attended robot” sem hægt er að hugsa sér sem persónulegan aðstoðarmann starfsmanns og “unattended robot” sem keyrir sjálfkrafa í sér umhverfi.


VIRKJA

Nýttu þér þau tól sem UiPath býður upp á til þess að eiga samskipti við þjarkana á eins einfaldan hátt og mögulegt er.
ActionCenter.png

Aukin samvinna milli starfsfólks og þjarkanna

Action Center býður upp á aukið upplýsingaflæði og samskipti milli þjarka og starfsfólks. Þar geta starfsmenn tekið við frávikum sem koma upp og gefið þjörkunum upplýsingar um hvernig leysa eigi þau frávik. Einnig er hægt að nýta Action center sem ákveðið staðfestingarsvæði þar sem starfsfólk getur staðfest upplýsingar frá þjörkunum áður en þeir framkvæma aðgerðir út frá þeim upplýsingum.

Chatbots.png

Láttu þjarkana og spjallmennið vinna saman

Með því að tengja saman þjarkana við spjallmenni geta þjarkarnir tekið við verkbeiðnum frá spjallmenninu og unnið verk út frá þeim. Þetta er hægt að gera meðal annars í gegnum samfélagsmiðla.

Apps.png

Notaðu sérsmíðuð snjallforrit til þess að tala við þjarkana

UiPath apps gerir þér kleift að búa til snjallforrit sem auðveldar starfsfólki að vinna með þjörkunum. T.d. er hægt að útbúa snjallforrit þar sem starfsmaður getur fyllt inn ákveðnar upplýsingar og keyrt síðan af stað ferli.

Assistant.png

Auðveldaðu samskipti við þjarkana með UiPath Assistant

UiPath Assistant er notendavænt tól sem hjálpar starfsfólki að eiga samskipti við þjarkana á auðveldan hátt. Starfsfólk getur látið “attended robot” vinna verkefni á í nýjum glugga þar sem starfsmenn geta haldið áfram sinni vinnu. Þegar frávik koma upp þá geta starfsmenn leiðbeint þjörkunum hvernig þeir eiga að vinna úr þeim.


MÆLA

Mældu árangur sjálfvirkniverkefna þinna.
Insights.png

Mældu árangurinn með UiPath Insight

UiPath Insight býður upp á yfirgripsmiklar mælingar á öllum verkefnum. Boðið er upp á skýrslugerð og möguleikann á að velja sína eigin mælikvarða til þess að fylgjast með árangri sjálfvirkniverkefna.