Innleidingarferli.png

Til þess að fá sem mest úr innleiðingu stafræns vinnuafls þá fylgir Evolv sjö skrefa verklagi við innleiðingu. Við vitum að þarfir fyrirtækja geta verið ólíkar ásamt því að verkefni eru misflókin og því er farið misítarlega í hvert skref út frá þörfum hvers og eins fyrirtækis.





Skref 1


Ferlaráðgjöf


Í þessu skrefi förum við saman yfir núverandi ferla innan fyrirtækisins og ákveðum hvaða ferlar henta best til sjálfvirknivæðingar. Eiginleikar ferla sem henta best til sjálfvirknivæðingar eru t.d.



- Handvirkir og síendurteknir


- Stöðugir


- Byggja á reglum


- Tímafrekir






 
SoftwareDeveloper.png
 
Programs.png




-Skref 2-


Ferlagreining


Hér förum við ítarlega yfir þá ferla sem koma til greina að sjálfvirknivæða með það að sjónarmiði að kortleggja þá og koma auga á úrbótatækifæri áður en haldið er lengra. Meðal verkefna í þessu skrefi eru:



1. Teikna upp núverandi ástand ferils


2. Teikna upp framtíðarástand ferils


3. Setja upp prufudæmi til notkunar við prófanir










-Skref 3-


Smíði á stafrænu vinnuafli


Eftir að ákveðið hefur verið hvaða feril/ferla á að sjálfvirknivæða þá hefst smíði ferlanna í UiPath Studio. Hér eru einnig framkvæmdar fyrstu prófanir ásamt því að undirbúa umhverfi fyrir frekari prófanir






 
RPATools.png
 
RobotAndWorker.png




-Skref 4-


Prófanir


Hér kynnum við ykkur fyrir þjörkunum sem hafa verið smíðaðir og aðstoðum við ítarlegar prófanir til þess að ganga úr skugga um að vera tilbúin fyrir næstu skref. Bæði eru framkvæmdar kerfisprófanir fyrir öll þau kerfi sem þjarkarnir þurfa að vinna með og einnig eru framkvæmdar prófanir á ákvarðanatöku þjarkanna og hvort hún samræmist ekki því verklagi sem sett er upp.










-Skref 5-


Raunumhverfi


Hér er þjörkunum komið fyrir í raunumhverfi. Við fylgjumst náið með frammistöðu þjarkanna í raunumhverfinu og erum tilbúin að grípa inn í og lagfæra ef eitthvað kemur upp á.






 
RPARobot.png
 
HandAndRobotHand.png




-Skref 6-


Þjálfun og kennsla


Við hjálpum ykkur við það að byggja upp þekkingu innanhúss svo að þeir starfsmenn sem þurfa geti gert allt sem þarf til að vinna með þjörkunum. Við bjóðum einnig upp á sérsniðna þjálfun eftir þörfum hvers og eins fyrirtækis.










-Skref 7-


Árangurseftirlit


Stöðugt eftirlit verður með stafræna vinnuaflinu þar sem ferlar geta breyst með tímanum og þá er nauðsynlegt að bregðast við svo að stafræna vinnuaflið aðlagist breyttum aðstæðum. Hér er einnig fylgst mjög vel með afköstum stafræna vinnuaflsins ásamt öðrum lykiltölum svo hægt sé að meta ávinninginn við innleiðinguna.






 
CPU.png
 

Ekki alveg tilbúin/n að stíga skrefið í þessa vegferð en hefur samt áhuga? Þú getur líka fengið að prófa RPA til þess að átta þig betur á mögulegum ávinningi, smelltu hér að neðan til þess að sjá nánari upplýsingar