Stafrænt vinnuafl til leigu

Ef þú vilt nýta þér stafrænt vinnuafl í þínum rekstri með lítilli fyrirhöfn þá gæti stafrænt vinnuafl til leigu hentað þér. Þjarkarnir okkar hjá Evolv geta unnið fyrir þig án þess að þú þurfir að setja upp sérstakan hugbúnað. Með því að nýta sér stafrænt vinnuafl til leigu geta fyrirtæki nýtt sér allt það sem stafrænt vinnuafl hefur upp á að bjóða, án þess að þurfa að fara í alhliða innleiðingu og þar af leiðandi minnkað tíma og stofnkostað sem fylgir innleiðingarferlinu.






Hafðu samband



Hafðu samband við okkur og við metum möguleikana og kostnaðinn við smíðina á þjörkunum til þess að leysa verkefnið þitt







 
 




Aðgangur



Þú veitir þjörkunum okkar öruggan aðgang að vinnunni sem þarf að framkvæma











Þjarkarnir leysa verkefnið



Stafræna vinnuafl Evolv mun leysa verkefnið fyrir þig án þess að þú þurfir að setja upp sérstakan hugbúnað. Þú færð yfirlit yfir lykilupplýsingar er varða verkefnið sem vinnuaflið er að leysa.







 

Sérþjálfað stafrænt vinnuafl

Evolv hefur smíðað og þróað sérþjálfað stafrænt vinnuafl sem getur leyst ákveðin verkefni, með þessu þá þurfa fyrirtæki ekki að standa í þróunarkostnaði vegna þjarkanna heldur geta þau farið beint í innleiðingu. Hér fyrir neðan má sjá það stafræna vinnuafl sem Evolv hefur nú þegar þróað.

 
robotholdingguy.png

Goggi - Aðstoðamaður fjármálastjóra

Georg er sérlegur aðstoðamaður fjármálastjóra og kann að framkvæma hina ýmsu ferla sem fyrirfinnast á fjármálasviðum. T.d. afstemmingu á lánardrottnum o.fl.

 

Stella - Aðstoðarkona innkaupasviðs

Stella er aðstoðarkona innkaupafulltrúa og er meistarí í að framkvæma afstemmingar á innkaupareikningum, og stofna eða uppfæra innkaupapantanir

 
Robot_andWorker.png

Við hjá Evolv stöndum í ströngu við það að fjölga í hópnum og má eiga von á fleiri sérþjálfuðum þjörkum í nánustu framtíð. Ef þú hefur hugmyndir um góða viðbót í hópinn ekki hika við að hafa samband.