Næsta skref í þínum rekstri


Hvað er RPA?

  • RPA stendur fyrir Robotic Process Automation

  • RPA snýst um að nýta sér stafræn vélmenni sem eru kölluð þjarkar til þess að líkja eftir aðgerðum starfsfólks og þar með sjálfvirknivæða og einfalda ákveðna ferla.

  • Þjarkarnir geta bæði unnið sjálfstætt eða sem einskonar aðstoðarmenn starfsfólks

Hvernig virkar RPA?

  • Þjarkarnir líkja eftir aðgerðum starfsfólks og vinna með öllum viðskiptakerfum.

  • Þjarkarnir geta tekið ákvarðanir bæði út frá fyrirfram ákveðnum reglum eða með nýtingu vélnáms (e. Machine learning).

  • Með því að nýta sér RPA geta fyrirtæki lágmarkað sóun og aukið samkeppnishæfni sína, án þess að þurfa að fara í róttækar breytingar á viðskiptakerfum sínum.





Hvernig er RPA frábrugðið öðrum hugbúnaðarkerfum?



RPA gerir fyrirtækjum kleift að sjálfvirknivæða ferla sína fyrir töluvert lægri kostnað en með hefðbundnum hugbúnaðarkerfum.

Í staðinn fyrir að fyrirtæki þurfi að breyta innviðum sínum og aðlaga ný hugbúnaðarkerfi að viðskiptakerfum sínum geta þau nýtt sér þau kerfi og innviði sem eru nú þegar til staðar.




Helstu kostir RPA



  • Ábatinn skilar sér fljótt

  • Meiri nákvæmni

  • RPA vinnur ofan á núverandi kerfum

  • Betri nýting starfsfólks og aukin starfsánægja

  • Lágur innleiðingarkostnaður

  • Skalanlegt

Algengar spurningar um RPA

 

Hversu kostnaðarsamt er fyrir mig að nýta mér stafrænt vinnuafl?

Kostnaðurinn við innleiðinguna á stafrænu vinnuafli fer algjörlega eftir stærð verkefnisins sem á að sjálfvirknivæða og flækjustigi þess. Kosturinn við RPA er hinsvegar sá að það er hægt að byrja mjög smátt og þannig brjóta upp flókið ferli í smærri einingar sem hægt er að sjálfvirknivæða hverja fyrir sig. Einnig er vert að taka fram að ávinningurinn er fljótur að skila sér eftir að ferli hefur verið sjálfvirknivætt.

Getur stafrænt vinnuafl unnið með öðrum starfsmönnum?

Já þjarkarnir geta bæði beðið starfsmenn um inntaksbreytur sem þarf til þess að leysa ákveðin verkefni ásamt því að þjarkarnir geta einnig beðið starfsfólk um samþykki. T.d. áður en bóka á stóran reikning inn í viðskiptakerfi þá getur þjarkurinn verið búinn að lesa öll viðeigandi gögn upp úr skjali og beðið síðan eftir staðfestingu frá starfsmanni hvort hann megi bóka reikninginn.

Hvernig byrja ég að nota RPA?

Við hjá Evolv bjóðum upp á nokkrar þjónustuleiðir til þess að auðvelda þér að hefja vegferð þína í sjálfvirknivæðingu. Skoðaðu framboð okkar hér.

Hversu langan tíma tekur að sjálfvirknivæða feril með RPA?

Það fer eftir stærð og flækjustigi verkefnisins en l

engd RPA verkefnis getur verið allt frá nokkrum dögum og upp í nokkra mánuði.

Getur RPA unnið með öðrum hugbúnaðarkerfum?

Já, RPA getur unnið með öllum þeim kerfum sem eru til staðar innan fyrirtækis, hvort sem kerfin bjóði upp á API tengingu eða ekki.